Tannlæknar
Kristján Þór Víkingsson
Tannlæknir og tannsmíðameistari
Aron Guðnason
Tannlæknir
Davíð Fannarsson
Tannlæknir
Sérfræðitannlæknar
Gunnlaugur Rósarsson
Sérgr. tannholdssjúkdómar
Elísa Arnarsdóttir
Sérgr. Rótfyllingar
Sævar Pétursson
Sérgr. Munn- og kjálkaskurðlækningar
Tannsmíði
Eva Guðmundsdóttir
Snædís Sveinsdóttir
Gunnar Þór Kristjánsson
Skrifstofa
Helga Sól Birgisdóttir
Framkvæmdastjóri
Einnig starfar á hverjum tíma menntað aðstoðarfólk / tanntæknar tannlæknum til aðstoðar
Samstarfsaðilar
Samstarfsaðilar / sérfræðingaþjónustu Sellu tannlækna sem gefa álit í tannlæknisfræði:
- Elísa Arnardóttir – sérfræðingur í rótfyllingum
- Magnús Björnsson – sérfræðingur í tannholdssjúkdómum
- Gunnlaugur Rósarsson- sérfræðingur í tannholdssjúkdómum
- Gísli Einarsson – sérfræðingur í tannréttingum
- Sævar Pétursson – sérfræðingur í munn og kjálkaskurðlækningum
- Sigurður Rúnar Sæmundsson – sérfræðingur í barnatannlækningum
- Þórir Schött – sérfræðingur í tannréttingum
- Stefán Pálmason – sérfræðingur í munnlyflækningum
Um Sellu Tannlækna
Stofnun fyrirtækisins má rekja til ársins 1980 þegar stofnandinn Kristjan Þór Víkingsson tannlæknir hóf störf eftir nám. Starfsstöðin var í upphafi við Þórunnarstræti en frá 1989 var starfsemin flutt í nýtt húsnæði í miðbæ Akureyrar , í Hofsbót 4, þar sem aðalstarfsstöðin er til húsa. Hofsbót 4 er næsta hús við aðalstoppistöð Strætisvagna Akureyrar og BSO leigubílasöðina Tannlæknar og tannsmiðir Sellu –tannlækna ehf. búa yfir mikilli þekkingu og hafa yfir 30 ára reynslu í tannlækningum.
Heitið Sella er latneskt og þýðir söðull og kemur fyrir í anatomíu höfuðkúpunnar, sem Sella Tursica ( wikipedia.org) sem útleggst Tyrkjasöðull, og er beinkrans sem umlykur og varðveitir heiladingulinn en hann stjórnar með hormónum mikilvægum störfum líkamanns .
Metnaður á heimsklassa hefur verið leiðarljós fyrirtækisins frá upphafi, bæði á faglegum grunni og í aðbúnaði og hefur aðstaðan, sem er sérstaklega hönnuð til tannlækninga, hlotið viðurkenningar fyrir nýstárlega en tímalausa hönnun og lýsingu. Það hefur verið lögð áhersla á birtu, sem sköpuð er með óbeinni lýsingu, vítt er til veggja og með öflugu loftræstikerfi er vinnusvæðið gert lyktarlaust . Hönnuðir voru Dr. Maggi Jónsson arkitekt, Jóhann Sigurðsson lýsingarhönnuður ( Raftákn) , og planing deild Sirona / SIEMENS ,Bensheim Þýskalandi
Fyrirtækið hefur verið fljótt að tileinka sér nýjungar, sem oft hafa verið umdeildar , en þannig er það oft með framfarasporin, þótt síðar séu þau álitin sjálfsögð. Flestar nýjungar þarf að sækja vitneskju um erlendis frá og má í því sambandi nefna að starfsfólk Sellu-tannlækna hefur aflað sér víðtækrar þekkingar, heima og erlendis.
Í dag hafa um 15 þúsund einstaklingar notið þjónustu og aðhlynningar hjá fyrirtækinu.
Nokkrir „ mílusteinar „
- 1980 voru teknar í notkun nútíma áhaldakasettur , f. öll verkfæri í munni
- 1980 var notkun maska við alla vinnu á klínik innleidd ( var ekki algeng )
- 1982 notkun skorufyllinga (fissura sealants) sem forvörn ( nýtt fyrirbæri)
- 1983 viðurkenning tannsmíðameistara réttindi
- 1987 tölvuvæðing þá var fyrsta tannlæknatölvukerfi landsins innleitt
- 1990 voru settar reglur um að starfsfólk noti hanska og maska við alla vinnu á klínik ( HIV , Hepatitis,)
- 1992 var lokið námi og þjálfun í ísetningu og smiði á Implants ( gervi tannrætur ), tannplanta vinna hefst, fyrsti ITI Strauman tannplanti ígræddur
- 1999 var innleidd dauðhreinsun ( autoclavering ) allra handstykkja milli sjúklinga. B autoclav
- 1997 hafin notkun Sverker heilpostulínstennur / málmlausar
- 1999 Sjálfvirkar sótthreinsi áhaldaþvottavélar /desinfecta
- 2003 intra-orla camera, myndgreining og skönnun munnhols
- 2004 innleiddar Porcera Zirconian oxide postulínskrónur
- 2005 Sirona / Nitcam handstykkja dauðhreinsun ( autoclavering)
- 2005 CRESCO titanium heilbrýr á tannplanta / fastar lausnir
- 2006 Zirconian oxide heilbrýr og stakar krónur
- 2008 Sidexis XG OPG tenging og greiningaforrit / SIRONA
- 2011 CEREC 4 CAD/CAM tannfyllingar
- 2015 Straumann DentalWing CAD /CAM scan tækni f. tannsmiði
- 2016 Nýtt sjúklingaforrit OPUS, bætir á rafrænan hátt yfirsýn yfir ástand sjúklinga okkar
- 2017 Sirona HD Digital intraoral röntgenmyndatækni
- 2017 Sirona Sidexis 4 myndgreiningar og planing forrit
- 2018 Digital Orthopantomagram Orthophos XG 3D Ready
- 2019 SIRONA Digital images sensors
- 2019 SIRONA CEREC intraoral primescan
- 2020 Clear Correct tannréttinga skinnur