Ábyrgðir vegna tannlæknisverka Sellu Tannlæknar ehf, Hofsbbót 4

Sella – tannlæknar veita ábyrgð  á tannlækna- og tannsmiðaverkum sem hér segir:


Tannfyllingar
: Allar fyllingar 1 árs ábyrgð

Undantekningar:

  1. Bráðabirgðarfyllingar (#245a): aðeins á meðferðar tímabili.
  2. Reynslufyllingar (#245b): aðeins á reynslutímabili ( að hámarki 6 mán.)

 

Rótfyllingar: 1. árs ábyrgð

Undantekningar:

  1. Sprungin rót
  2. Klofinn rótar endi
  3. Auka rótargangar
  4. Tilvísun og vinna hjá sérfræðingi

 

Föst tanngervi /postulíns krónur og brýr, allar gerðir allt að 5 ára ábyrgð samkv. eftirfarandi reglum:

  1. ár 100%
  2. -5. ár ábyrgð minnkar um 20% per. ár
  3. Eftir 5 ár er ekki nein ábyrgð

Undantekningar:

  1. Endurlímingar ábyrgð í eitt ár.

 

Gervitennur/ laus tanngervi: 1. árs ábyrgð

Undantekningar:

  1. a) særindi / eftirmeðferð að meðferð lokinni (sjá almennt)

 

Tannplantar/ implant   Verksmiðju ábyrgð  ITI Straumann, Sviss: brotinn tannplanti

Ábyrgð annarra þátta tannplanta vinnu þ.e. smíða hluti  tanngervi sjá almennar reglur Sellu Tannlæknar ehf.

 

Almennt:

Ef sjúklingur er ekki ánægður með þá þjónustu sem tannlæknar / tannsmiðir Sellu Tannlæknar ehf. veita vinsamlegast berið fram kvartanir innan eins mámaðar frá dags. þjónustu að öðrum kosti telst þjónustan ásættanleg.

Allar ábyrgðir falla úr gildi ef sjúklingur hefur ekki mætt í reglulegt eftirlit hjá Sellu Tannlæknar, þ.e. börn og fullorðnir á eins árs fresti eða oftar að mati tannlæknis.

Undantekningar eru vegna heilgóma.

Allar ábyrgðir falla úr gildi við hverskonar  áverka eða slys.

Tilkynna þarf slys eins fljótt og kostur er á slysadeild.

Ef kemur í ljós að rótfylla þarf tönn eftir að meðferða henna er lokið , þá þarf að greiða sérstakllega fyrir þá meðferð , en endurgerð fyllingar/ smiði er gjaldfrjáls..